TVÖ NÚLL Á LÍNUNA
Tvö núll á línunaJón Bender kominn á jólakortalista GrindvíkingaÁstralska leynivopnið reyndist traustur liðsauki fyrir Grindvíkinga í fyrri leik rimmunnar við KR en gerði þó ekki gæfumuninn. Þrátt fyrir harða baráttu KR-inga reyndist Suðurnesja -einbeitingin, þegar á hólminn er komið, þeim ofviða. Herbert og Peeples voru bestir Grindvíkinga ásamt nýliðanum Denman sem tók 14 fráköst með stigunum 16 en Páll Axel náði ekki að aðlaga leik sinn nýju hlutverki. Þá er Pétur Guðmunds föst stærð, lék fantavörn á Vassel, og skoraði þegar athyglin var öll á skyttunum.Sigurinn í síðasta úrvalsdeildarleiknum í Hagaskóla geta Grindvíkingar skrifað á Berg nokkurn Hinriksson sem kom liðinu til bjargar í seinni hálfleik er þeim virtust allar bjargir bannaðar í sókninni. Hann skoraði og frákastaði þar til bilið var brúað og gott betur. Skrefin sem Jón Bender dómari dæmdi á Keith Vassel á síðustu sekúndunum voru að vísu út í hött en KR-ingar hefðu getað margtryggt sér sigurinn fyrr í leiknum og einfaldlega klúðruðu unnum leik. Paul Denman og Páll Axel voru svo slakir að Einar Einarsson skipti þeim báðum út um miðjan seinni hálfleik og lék með 5 bakverði um tíma. Vassel gjörsamlega trompaðist í leikslok, sem skiljanlegt var, og hlýtur framkoma hans að verða aganefndarmál en - ég hélt hann væri með dýpri rödd. Haukarnir ótrúlega lélegir - hreinlega metamaturKeflvíkingar slógu stigamet úrslitakeppninnar í körfuknattleik tvisvar í röð án þess að hafa fyrir því. Lið Hauka með húðlatan Roy Hairston í broddi fylkingar mátti þola háðulega útreið og jafnvel skemmtilegra fyrir boltann hefðu Keflvíkingar einfaldlega setið hjá. Ekki er hægt að hrósa einhverjum einum í annars stað í þessu sterkasta liði landsins en þeim til hróss þá hættu þeir aldrei að reyna að veita áhorfendum einhverja skemmtun fyrir aðgangseyrinn þó það hafi verið jafn spennandi og að horfa á dýragarðsljón að rífa í sig aðrétt lambalæri. Þeir jöfnuðu heimaleikjamet Njarðvíkinga (9) frá 1994-1995 og settu félagsmet í 3ja stiga körfum með 18 „stykker“ auk þess sem 37 stig Damons Johnsonar á 24 mínútum, í fyrri leik liðanna, hljóta að hafa verið einhvers konar met. Sterkasti frákastari deildarinnar batti á lyklinumNjarðvíkingar tryggðu sig í undanúrslit án stuðnings landsliðsmannsins Hermanns Haukssonar sem á við bakmeiðsl að stríða. Snæfellingar höfðu ekki mikið í Bikarmeistarana að gera enda leikaðferð þeirra furðuleg. Liðið er samansett úr frákasthæsta og mögulega líkamlega sterkasta leikmanni deildarinnar Rob Wilson, ágætum staðbundnum skyttum og litlum liprum leikstjórnanda og hefði maður haldið að drekinn héldi til í teignum og sendi á skytturnar eða reyndi að skora sjálfur. Öðru nær, Wilson stóð lengstum ofan 3ja stiga línunnar eins og batti milli kanta þar sem skytturnar hlupu fram og aftur án nokkurs möguleika á þeim færum sem þeir kunna að nýta. Njarðvíkingar réðu öllu í vörn og sókn og gríðarsterk pressuvörn þeirra „aðstoðaði“ gestina við að verða aðeins annað liðið til að skora aðeins 49 stig í úrslitakeppni . Félagarnir Friðrik Ragnars og Teitur sölluðu niður 3ja stiga körfunum til skiptis og Páll Kristinsson náði í skotin sem forgörðum fóru. Í Stykkishólmi efndi Teitur Örlygsson til körfuboltasýningar og sýndi „fjölþjóðasveitamönnunum“ hvernig á að skjóta körfuboltanum. Enginn kareoke-magakveisa þar. jak