Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvö meyjamet ÍRB á Íslandsmótinu í 25m laug
Föstudagur 18. nóvember 2005 kl. 18:05

Tvö meyjamet ÍRB á Íslandsmótinu í 25m laug

Sundmenn ÍRB settu tvö Íslandsmet í meyjaflokki á fyrsta degi Íslandsmótsins í sundi í 25m laug.

Soffía Klemenzdóttir setti fyrra metið er hún synti 50m flugsund á 31,89 sem er tæpum 0,2 sekúndum undir gamla metinu sem Eydís Konráðsdóttir setti 1990. Eydís hélt sínu striki og synti flugsund á Ólympíuleikunum 1996 og 2000.

Þá bætti meyjarsveit ÍRB gildandi met í 4x200m skriðsundi og synti næstum því 10 sekundum undir gamla metinu á tímanum 9.49,19. Í sveitinu voru Soffía Klemenzdóttir, María Halldórsdóttir, Hildur Ýr
Sæbjörnsdóttir og Svandís Þóra Sæmundsdóttir.

GAmla metið átti sveit ÍRB frá síðasta ári.

Þá tryggðu þrir sundmenn úr ÍRB sér sæti í unglingalandsliðinu með frammistöðu sinni í dag, þau Guðni Emilsson, Elín Óla Klemenzdóttir og Kristinn Ásgeir Gylfason.

Nánari fréttir af genginu á Íslandsmótinu innan tíðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024