Tvö Keflavíkurlið á pall á Shellmótinu í Eyjum

6.flokkur í Keflavík hélt á Shellmót í Eyjum dagana 27.júní til 30.júní og stóðu drengirnir sig allir með stakri prýði. Keflavík sendi fjögur lið til leiks. Tvö lið komust á pall. Keflavík 1 gerði sér lítið fyrir og vann Heimaeyjarbikarinn og Keflavík 2 fékk silfrið í Suðureyjabikarnum. Allir drengirnir, foreldrar, systkini og þjálfarar lögðust á eitt og úr varð skemmtilegt ferðalag. Veðrið í Eyjum lék við gesti mótsins og fóru allir sælir og útiteknir heim eftir frábæra ferð.

Á efri myndinnu eru Heimaeyjarbikarmeistarnir og á þeirri neðri eru Eyjafararnir ásamt þjálfurum.