Tvö Íslandsmet hjá Erlu um helgina
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir frá ÍRB fór á kostum á Stórmóti SH um helgina sem fram fór í Sundhöll Hafnarfjarðar. Snemma á sunnudag setti hún Íslandsmet í 200m flugsundi og svo síðar um daginn setti hún annað Íslandsmet.
Síðara metið setti Erla í 100m fjórsundi þegar hún kom í mark á tímanum 1.03.48 sem er bæting um 2/10 á gamla metinu. Þá var Erla Dögg einnig stigahæsta sundkona mótsins.
Mörg önnur góð úrslit litu dagsins ljós hjá ÍRB um helgina en nánar verður greint frá mótinu í Víkurfréttum á fimmtudag.
VF-Mynd/ Úr safni