Tvíframlengt hjá Grindvíkingum - öruggt hjá Keflavík
Grindvíkingar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum gegn Haukum að Ásvöllum í kvöld en tvisvar þurfti að framlengja til þess að knýja fram sigur. Það voru að lokum Grindvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar en lokastaðan var 102-104.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 87-87 en Grindvíkingar rétt náðu að jafna metin undir lokin. Grípa varð til framlengingar. Aftur var jafnt 91-91 eftir framlengingu, en Grindvíkingar reyndust svo sterkari í seinni framlengingunni. Þorleifur Ólafsson skoraði 27 stig fyrir þá gulklæddu í leiknum en Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 23. Hér að neðan má sjá tölfræði Grindvíkinga í leiknum.
Haukar-Grindavík 102-104 (22-22, 21-21, 23-18, 21-26, 4-4, 11-13)
Grindavík: Þorleifur Ólafsson 27, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 23/7 fráköst/4 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 16/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kendall Leon Timmons 15/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/10 fráköst/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 6/15 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 1, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Ármann Vilbergsson 0, Egill Birgisson
Heimamenn í Keflavík áttu ekki í vandræðum með Ísfirðinga í 2. umferð Dominos-deildar karla í kvöld. Keflvíkingar unnu öruggan 28 stiga sigur þar sem Guðmundur Jónsson skoraði 27 stig fyrir heimamenn. Seinni hálfleikur var eign Keflvíkinga en hann unnu þeir 50-28. Það má því segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu.
Hér að neðan má sjá tölfræði Keflvíkinga í leiknum.
Keflavík-KFI 95-67 (20-22, 25-17, 29-14, 21-14)
Keflavík: Guðmundur Jónsson 27, Michael Craion 16/12 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 9, Darrel Keith Lewis 8/8 fráköst/9 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 7, Andri Daníelsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Ólafur Geir Jónsson 1, Hafliði Már Brynjarsson 0.