SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Tvíframlengt hjá Grindvíkingum - öruggt hjá Keflavík
Þorleifur fór fyrir Grindvíkingum.
Föstudagur 18. október 2013 kl. 22:19

Tvíframlengt hjá Grindvíkingum - öruggt hjá Keflavík

Grindvíkingar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum gegn Haukum að Ásvöllum í kvöld en tvisvar þurfti að framlengja til þess að knýja fram sigur. Það voru að lokum Grindvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar en lokastaðan var 102-104.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 87-87 en Grindvíkingar rétt náðu að jafna metin undir lokin. Grípa varð til framlengingar. Aftur var jafnt 91-91 eftir framlengingu, en Grindvíkingar reyndust svo sterkari í seinni framlengingunni. Þorleifur Ólafsson skoraði 27 stig fyrir þá gulklæddu í leiknum en Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 23. Hér að neðan má sjá tölfræði Grindvíkinga í leiknum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Haukar-Grindavík 102-104 (22-22, 21-21, 23-18, 21-26, 4-4, 11-13)

Grindavík: Þorleifur Ólafsson 27, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 23/7 fráköst/4 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 16/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kendall Leon Timmons 15/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/10 fráköst/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 6/15 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 1, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Ármann Vilbergsson 0, Egill Birgisson

Heimamenn í Keflavík áttu ekki í vandræðum með Ísfirðinga í 2. umferð Dominos-deildar karla í kvöld. Keflvíkingar unnu öruggan 28 stiga sigur þar sem Guðmundur Jónsson skoraði 27 stig fyrir heimamenn. Seinni hálfleikur var eign Keflvíkinga en hann unnu þeir 50-28. Það má því segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu.

Hér að neðan má sjá tölfræði Keflvíkinga í leiknum.

Keflavík-KFI 95-67 (20-22, 25-17, 29-14, 21-14)

Keflavík: Guðmundur Jónsson 27, Michael Craion 16/12 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 9, Darrel Keith Lewis 8/8 fráköst/9 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 7, Andri Daníelsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Ólafur Geir Jónsson 1, Hafliði Már Brynjarsson 0.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025