Íþróttir

Tvíframlengdur tryllingur í Njarðvík
Föstudagur 23. nóvember 2018 kl. 22:47

Tvíframlengdur tryllingur í Njarðvík

Frábær sigur heimamanna

Það þurfti tvær framlengingar til að gera út um rimmu Njarðvíkur og Stjörnunnar í Ljónagryfjunni í Domino’s deild karla í kvöld. Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi í mögnuðum leik þar sem lokatölur urðu 99-95. Jeb Ivey skoraði 25 stig og Elvar Friðriks var með 21. Eins og gefur að skilja var háspenna undir lokin og stóru atriðin féllu Njarðvíkurmegin í kvöld. Enn eru þeir grænu á toppnum ásamt Stólunum með sjö sigra eftir átta umferðir.


Njarðvík-Stjarnan 99-95 (19-16, 14-20, 25-16, 15-21, 13-13, 13-9)

Njarðvík: Jeb Ivey 25/5 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 21/6 fráköst, Mario Matasovic 15/12 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 10/5 fráköst, Logi Gunnarsson 8/5 fráköst, Julian Rajic 8, Ólafur Helgi Jónsson 6/9 fráköst, Kristinn Pálsson 6/5 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jon Arnor Sverrisson 0.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stjarnan: Antti Kanervo 26, Paul Anthony Jones III 25/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 16/15 fráköst/7 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 13/10 fráköst/9 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 8, Collin Anthony Pryor 5/9 fráköst, Dúi Þór Jónsson 2, Ágúst Angantýsson 0, Arnþór Freyr Guðmundsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Magnús B. Guðmundsson 0.