Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tvenn verðlaun til Njarðvíkur
Sunnudagur 13. mars 2011 kl. 13:51

Tvenn verðlaun til Njarðvíkur

Íslandmót unglinga (U20 og U17) í júdó var haldið um helgina. Júdódeild UMFN sendi tvo keppendur á mótið. Það voru þeir Sæþór Berg Sturluson í þungavigt 15-17 ára og Ólafur Magnús Oddsson í þungavigt 18-20 ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólafur uppskar brons og Sæþór nældi sér í verðskuldað silfur þar sem hann hengdi andstæðing sinn í viðureigninni um annað sætið.