Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir úr Njarðvík í U18 landsliðinu
Liðið áður en það hélt utan í morgun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Miðvikudagur 25. júlí 2018 kl. 12:40

Tveir úr Njarðvík í U18 landsliðinu

Arnór Sveinsson og Veigar Páll Alexanderson, leikmenn Njarðvíkur taka báðir þátt í U18 EM í körfu sem fram fer 27.júlí- 5.ágúst en mótið fer fram í Skopja í Makedóníu.

Liðið mætir Makedóníu, Tékklandi, Hollandi, Luxembourg, Ísrael og Svíþjóð í riðlakepninni. Eftir riðlakeppnina verður svo leikið um sæti en þrjár efstu þjóðirnar tryggja sér sæti í A-deild U18 á næsta ári. 49 af 51 þjóð innan FIBA Europe senda lið til keppni í Evrópukeppni U18 karla, 16 þjóðir eru í A-deild,  24 í B-deild og 9 í C-deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir leikir A og B deilda EM yngri landsliða eru í beinni útsendingu á Youtube rás FIBA og einnig verður lifandi tölfræði frá öllum leikjum þannig að mjög auðveld er að fylgjast með leikjum ÍSLANDS á EM yngri liða. Einnig verða fréttir af hópnum á fésbókarsíðu KKÍ regulega og öðrum miðlum KKÍ. Myllumerkin #korfubolti og #FIBAU18EUROPE er notað á samfélagsmiðlum.