Tveir tapleikir í röð hjá Maríu og UTPA
María Ben Erlingsdóttir og félagar í UTPA hafa ekki byrjað riðlakeppnina í Great West Conference riðlinum eins og þær hefðu vísast viljað. Liðið tapaði tveimur leikjum í röð nú í lok janúarmánaðar. Þessu greinir karfan.is frá.
North Dakota 76-63 UTPA (27. janúar)
María lék í 14 mínútur í leiknum og skoraði 9 stig. hún var einnig með 1 frákast og 1 stoðsendingu.
South Dakota 57-42 UTPA (29. janúar)
María lék í 21 mínútu í leiknum og skoraði 3 stig, þá tók hún einnig 6 fráköst.
UTPA er nú í 5. sæti í Great West Conference riðlinum með einn sigur og fjóra tapleiki.