Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir Suðurnesjaslagir í Maltbikarnum
Njarðvíkurkonur urðu bikarmeistarar 2012.
Föstudagur 21. október 2016 kl. 13:03

Tveir Suðurnesjaslagir í Maltbikarnum

Dregið var í bikarkeppni KKÍ áðan sem nú hefur fengið nafnið Maltbikarkeppnin. Breytt fyrirkomulag verður í ár og fara undanúrslitin nú fram sömu helgi og úrslitin.

Í 32 liða úrslitum karla drógust saman Keflavík og Njarðvík, alvöru nágrannaslagur þar strax í upphafi móts. Grindavík dróst gegn Stjörnunni og Njarðvík B gegn ÍB.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í 8 liða úrslitum kvenna drógust einnig saman tvö Suðurnesjalið, Grindavík og Njarðvík en Keflavík situr hjá í fyrstu umferðinni.