Tveir sigrar í röð hjá Sandgerðingum
Sandgerðingar virðast vera komnir á bragðið í 3. deild karla í fótbolta eftir stórsigur á KFS í gær. Þeir hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir dapra byrjun á sumrinu.
Birkir Freyr Sigurðsson skoraði fyrsta mark Sandgerðinga á sjöttu mínútu en fyrrum Reynismaðurinn Jóhann Magni Jóhannsson jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Þannig var staðan í hálfleik. Reynismenn komust ekki aftur í gírinn fyrr en 15 mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Hafsteinn Rúnar Helgason annað mark Sandgerðinga. Þorsteinn Þorsteinsson. Tomislav Misura og Marteinn Urbancic bættu svo við mörkum á lokasprettinum og tryggðu 5-1 sigur Sandgerðinga.