Tveir nýjir leikmenn til kvennaliðs Grindavíkur
Kvennalið Grindavíkur heldur áfram að styrkja sig átök vetrarins en í dag var tilkynnt um tvo nýja leikmenn, Ragnheiði Björk og dönsku landsliðskonuna Sofie Tryggedsson.
Ragnheiður, sem er 183 cm hár miðherji, lék með Breiðablik og Haukum síðasta vetur en hún er uppalinn hjá Hrunamönnum. Þar átti hún farsælan feril í yngri flokkum áður en hún skipti yfir í Hauka og fór síðan til Bandaríkjanna í háskólanám. Þá á hún að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.
Sofie, sem er 29 ára, kemur til Grindavíkur frá Spáni þar sem hún lék með Melilla síðasta vetur en hún hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Brasilíu og Belgíu og lék háskólabolta í Bandaríkjunum.