Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir nýir skrifa undir hjá Keflavík
Þriðjudagur 25. janúar 2005 kl. 10:34

Tveir nýir skrifa undir hjá Keflavík

Varnarmennirnir Gestur Gylfason og Ásgrímur Albertsson skrifuðu undir samninga við knattspyrnudeild Keflavíkur um helgina.

Gestur er Keflavíkingum góðkunnur enda lék hann með félaginu um árabil og verður eflaust mikill styrkur vegna reynslu sinnar. Ásgrímur er hins vegar ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá HK og segjast Keflvíkingar binda miklar vonir við hann.

Á heimasíðu félagsins segja Keflvíkingar mikið ánægjuefni hvað margir ungir og efnilegir leikmenn hafa sóst eftir því að ganga liðið. Ef að líkum lætur fái einhverjir þeirra samning við liðið þegar þeir hafa sannað sig fyrir þjálfurum liðsins.
Mynd/keflavik.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024