Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir nýir leikmenn til Grindavíkur
Föstudagur 27. janúar 2012 kl. 09:40

Tveir nýir leikmenn til Grindavíkur

Grindavík sendi frá sér fréttatilkynningu nú í gær þess efnis að félagið hefur fengið til sín tvo leikmenn, þá Tomi Ameobi frá BÍ/Bolungarvík og Matarr jobe frá Val.

Tomi Ameobi er bróðir Shola og Sammy Ameobi sem báðir leika með Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Hann gerði tveggja ára samning við grindavík.

Hann er 22 ára gamall og lék í framlínu BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni fyrrasumar. Hann spilaði þá alla 22 leiki liðsins í deildinni og skoraði í þeim 11 mörk og skoraði líka eitt mark í þremur bikarleikjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Grindavík hittir hann fyrir Guðjón Þórðarson sem þjálfaði hann hjá BÍ/Bolungarvík í fyrrasumar en Guðjón tók við stjórnartaumunum í Grindavík að tímabilinu loknu.

Matarr Jobe gengir gjarnan gælunafninu Nesta en hann er 20 ára gamall. Hann var lánaður til Víkings frá Ólafsvík í 1. deildina í sumar og lék þá 13 leiki og skoraði eitt mark.

Hann er landsliðsmaður Gambíu sem gerir þriggja ára samning við Grindavík. Nesta, sem kom til Vals fyrir 18 mánuðum, er hafsent, fæddur 1992 og var fyrirliði U-17 ára liðs Gambíu sem urðu Afríkumeistarar 2009