Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir nýir leikmenn til Grindavíkur
Mánudagur 19. júlí 2010 kl. 09:35

Tveir nýir leikmenn til Grindavíkur

Grindvíkingar hafa náð í liðsauka fyrir seinni umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu en um helgina sömdu þeir við tvo leikmenn. Hafþór Ægir Vilhjálmsson kemur til liðs við þá frá Val og í dag er væntanlegur í hópinn leikmaður frá Makedóníu, Gjorgi Manevski að nafni.

Hafþór Ægir er 23 ára Skagamaður, vinstri kantmaður sem hefur leikið með Val síðustu árin. Gjorgi Manevski er einnig 23 ára gamall, nokkrum dögum eldri en Hafþór, en hann kemur til Grindavíkur frá Metalurg Skopje. Manevski er miðju- eða sóknarmaður. Þriðji nýi leikmaðurinn er svo Ólafur Örn Bjarnason þjálfari liðsins en hann kemur til landsins 25. júlí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024