Tveir Njarðvíkingar með landsliðinu til Finnlands
Þeir félagar Daníel Dagur Árnason og Ingólfur Rögnvaldsson úr júdódeild UMFN fara með unglingalandsliði Íslands í júdó til Finnlands um helgina þar sem þeir munu keppa á Opna finnska meistaramótinu í júdó. Þeir hafa verið í ströngum æfingum, bæði með Njarðvík og Ármanni, til að undirbúa sig fyrir mótið. Strákarnir keppa báðir í tveimur flokkum, Ingólfur í -66 kg flokki 18 ára og yngri og 20 ára og yngri, Daníel keppir í -55 kg flokki 18 ára og yngri og 20 ára og yngri.