TVEIR MIKILVÆGIR SIGRAR HJÁ NJARÐVÍKINGUM
Njarðvíkingar innbyrtu tvo mikilvæga sigra í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu þegar þeir lögðu Sandgerðinga í nágrannaslag síðasta föstudag og lið Bruna í fyrrakvöld í sögulegum leik.Það var búist við hörkuleik í Sandgerði en Njarðvíkingar sigruðu öruggla með þremur mörkum gegn engu en þessi lið eru í toppbaráttuni í B -riðli deildarinnar. Sævar Eyjólfsson, Þórarinn Ólafsson og Bjarni Sæmundsson skoruðu mörk Njarðvíkinga. Á lokamínútunum var markverði UMFN, Heiðari Þorsteinssyni vikið af leikvelli. Í fyrrakvöld léku Njarðvíkingar gegn Bruna-liðinu sem er undir stjórn Skagamannsins gamla Matthíasar Hallgrímssonar sem hrellti markverði fyrr á öldinni. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka voru gestirnir 3:2 yfir. Högni Þórðarson jafnaði þáfyrir heimamenn og Guðni Ellertsson innsiglaði síðan sigur heimamanna í blálokin með góðu marki og mikilvægur sigur Njarðvíkur var staðreynd. Með sigrinum skaust Njarðvík á toppinn í riðlinum og allt stefnir í að liðið sé komið í úrslitin. Fyrstu tvö mörk Njarðvíkinga skoruðu þeir Þórarinn Ólafsson og Bjarni Sæmundsson út víti. Undir lokin var þjálfara og einum leikmanni vikið Bruna vikið af velli.Önnur úrslit í 3. deildinn eru þau að GG tapaði 1:3 fyrir Bruna sl.föstudag. Þróttur Vogum vann Víking Ól. 3:2 og síðan tapaði GG fyrir KFS 0:5.