Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir mikilvægir leikir hjá Reyni um helgina
Föstudagur 6. ágúst 2004 kl. 12:15

Tveir mikilvægir leikir hjá Reyni um helgina

Reynismenn fara vestur á firði um helgina og spila tvo leiki í 3. deildinni. Á laugardaginn verður leikið við B.Í. á Torfnesvelli á Ísafirði og verður flautað til leiks kl. 14:00. Á sunnudaginn kl. 14:00 hefst síðan leikur Bolungarvíkur og Reynis á Skeiðisvelli í Bolungarvík.

Leikurinn við B.Í. er gífurlega mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitum 3. deildarinnar. Ísfirðingarnir verða að vinna til að eiga möguleika á úrslitasæti, en Reynir getur tryggt sér efsta sæti B-riðilsins með sigri. Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram á Sandgerðisvelli 5. júlí og endaði með 2-1 Reynissigri. Mörk Reynis skorðuðu Hafsteinn R. Helgason og Guðmundur G. Gunnarsson, en Pétur G. Markan skoraði fyrsta mark leiksins fyrir B.Í. Síðan 1994 hafa liðin mæst fimm sinnum. Tvisvar hafa Reynismenn unnið, tvisvar hefur orðið jafntefli og einu sinni hafa Ísfirðingarnir unnið. Það eru meira en 10 ár síðan B.Í vann síðast sigur á Reyni, 11. júní 1994 burstuðu þeir Sandgerðingana 0-4 á Sandgerðisvelli í gömlu 3. deildinni. Reynir hefur aldrei náð að sigra heimamenn á Ísafirði.

Bolvíkingar eiga enn tölfræðilegan mögulega á því að komast í úrslitakeppni 3. deildar, en hann er ekki mikill. Þeir eru í fjórða sæti B-riðils með 15 stig eftir 10 leiki. Fyrir leikur Reynis og Bolungarvíkur í sumar fór fram á Sandgerðisvelli 26. júní og endaði með 2-0 Reynissigri og skoraði Guðmundur G. Gunnarsson bæði mörkin. Reynir og Bolungarvík hafa til þessa mæst þrisvar í deild og bikar og hafa Sandgerðingar unnið alla leikina. Liðin mættust í 3. deildinni 2002 og vann Reyni 2-6 á útivelli og 5-0 á heimavelli. Bolungarvík er marksæknasta lið B-riðilsins, en það hefur skorað 27 mörk í 10 leikjum, 5 mörkum meira en Reynir. Framherjar liðsins, Óttar K. Bjarnason og Pétur G. Svavarsson, hafa samanlagt skorað 22 mörk eða meira en 80% marka liðsins í sumar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024