Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tveir leikmenn Keflvíkinga í bann - mæta Blikum á morgun
Miðvikudagur 14. september 2011 kl. 12:58

Tveir leikmenn Keflvíkinga í bann - mæta Blikum á morgun

Keflvíkingar verða án tveggja mikilvægra leikmanna á næstunni en þeir Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson verða fjarri góðu gamni vegna leikbanns á móti Frömurum og KR. Einar Orri missir af báðum þessum leikjum vegna 8 áminninga en Guðmundur fær einn leik í bann vegna fjögurra áminninga og verður því ekki með gegn Fram.

Einar Orri leysti stöðu Haraldar Guðmundssonar, sem hélt nýlega utan til Noregs, í síðasta leik þar sem sigur vannst á Valsmönnum og svo hefur Guðmundur Steinarsson verið driffjöðurin í sóknarleik Keflvíkinga í sumar og því er þetta blóðtaka fyrir Keflvíkinga. Ljóst er að ungir menn munu sennilega fá tækifæri til að sanna sig í fjarveru þessa leikmanna en Willum þjálfari hefur verið óhræddur við að gefa ungu leikmönnunum tækifæri á tímabilinu og hafa margir þeirra dafnað vel.

Keflvíkingar taka á móti Breiðablik á Nettóvellinum klukkan 17:15 á morgun en liðin eru bæði með 20 stig í deildinni en Keflvíkingar hafa leikið leik færra en Blikar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Blika þar sem Hilmar Geir Eiðsson skoraði mark Keflvíkinga.

Mynd: Einar Orri kom sterkur inn fyrir Harald, en hver kemur í stað Einars á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024