Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir leikmenn framlengja
Mánudagur 10. maí 2010 kl. 09:08

Tveir leikmenn framlengja


Knattspyrnudeild Reynis hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn félagsins. Þetta eru miðjumennirnir Ólafur Þór Berry og Marteinn Guðjónsson.

Ólafur Berry var einn af bestu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð. Hann spilaði 22 leiki, þar af 2 í bikarkeppni KSÍ. Í þessum leikjum skoraði hann 5 mörk, öll í Íslandsmótinu.

Marteinn er reynslumikill leikmaður sem hefur spilað með Reyni og Njarðvík
í 1., 2. og 3. deild frá árinu 2001. Hann spilaði árið 2008 í 2. deildinni. Þá tók hann þátt í 22 leikjum og var um tíma fyrirliði liðsins. Hann tók sér frí frá knattspyrnu á síðustu leiktíð en er nú kominn aftur í raðir Reynismanna.

Þá má geta þess að nýlega gerði félagið samning við tvo serbneska leikmenn sem munu spila með liðinu í sumar. Þeir heita Misa Kezman og Alexander Stojanovic. Báðir leikmennirnir eru komnir með leikheimild og koma til landsins í byrjun maí fyrir fyrsta leik liðsins í Íslandsmótinu. Báðir leikmennirnir hafa spilað  í Serbíu við góðan orðstír

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024