Tveir leikir í kvöld
Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Á Keflavíkurvelli leika Keflvíkingar sinn fyrsta heimaleik í Landsbankadeildinni og taka á móti nýliðum Víkings en bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni.
Í Árbænum mætast Fylkir og Grindavík en bæði þessi lið unnu sinn fyrsta leik í deildinni og eru líkast til ekki á þeim buxunum að gefa tommu eftir.