Tveir leikir í Intersport-deildinni í kvöld
				
				Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld í Intersport-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, efsta lið deildarinnar, spilar við Skallagrím á útivelli og Njarðvíkingar fara í Seljarskóla þar sem þeir mæta liði ÍR. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.Samkvæmt öruggum heimildum Víkurfrétta mun Teitur Örlygsson draga skóna sína fram á ný í kvöld og leika með Njarðvíkingum gegn ÍR. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				