Tveir leikir hjá Suðurnesjaliðum í kvöld
Tveir leikir verða í Reykjanesmótinu í körfunni í kvöld, en mótið hófst um síðustu helgi. Leikið verður í íþróttahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem Breiðablik og Keflavík spila klukkan 19 og klukkan 21 taka Haukar á móti Grindvíkingum. Litið er á Reykjanesmótið sem góða upphitun fyrir Íslandsmótið og er mikið spáð í leik liðanna í mótinu, enda misjafnt hvernig þau koma undan sumri. Búast má við hörkuleikjum í mótinu, en á þriðjudag verður leikið í Grindavík þar sem sannkallaður nágrannaslagur verður en þá mætir Keflavík Grindvíkingum á heimavelli. Einnig spila Njarðvíkingar við Hauka sama kvöld.
VF-ljósmynd: Úr myndasafni Víkurfrétta.