Tveir körfuboltaþjálfarar frá Suðurnesjum hætta
Tveir Suðurnesja-körfuboltaþjálfarar hafa hætt með lið sín á síðustu dögum. Falur Harðarson lét af störfum að eigin ósk en hann þjálfari Fjölni í Domino’s deild karla og svo Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson en hann komst að samkomulagi við Þór í Þorlákshöfn um að hætta.
Friðrik Ingi hefur þjálfað landsliðið og öll Suðurnesjaliðin í efstu deild, Njarðvík, Keflavík og Grindavík en hann byrjaði ungur að árum að þjálfar Njarðvík. Falur hefur verið við stjórnvölinn hjá Fjölni síðustu þrjú árin.