Tveir Keflvíkingar valdir í landsliðshópinn
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur valið varnarmenn Keflavíkur, þá Ísak Óla Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson, í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu sem mætir Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í vináttuleikjum.
Ísland mætir Mexíkó 30. maí á AT&T Stadium í Dallas í Bandaríkjunum og hefst leikurinn klukkan 01:00 (eftir miðnætti) að íslenskum tíma. Strákarnir fara næst til Færeyja og mæta þar heimamönnum 4. júní á Tórsvelli og loks til Póllands þar sem þeir leika gegn Pólverjum 8. júní á Poznan Stadium.