Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tveir Keflvíkingar í U-17 ára landsliðinu
Þriðjudagur 6. janúar 2009 kl. 15:05

Tveir Keflvíkingar í U-17 ára landsliðinu


Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson hafa valið æfingahópa til æfinga hjá U-16 og U-17 ára karla í knattspyrnu.  Æfingar fara fram í Kórnum og Egilshöll um næstu helgi.Tveir Keflvíkingar eru í U-17 ára hópnum, þeir Ásgrímur Rúnarsson og Lukas Malesa. Þá er Arnór Ingvi Traustason úr Njarðvík einnig í hópnum. Einn Keflvíkingur er í U-16 ára hópnun, en það er Emil Ragnar Ægisson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024