Tveir Kanar til Keflavíkur
Karla- og kvennalið Keflavíkur hafa komist að samkomulagi við tvo erlenda leikmenn sem munu leika með þeim á komandi tímabili.
Hjá karlaliðinu hefur Valentino Maxwell ákveðið að ganga til liðs við Keflavík og mun hann koma til landsins eftir helgi. Maxwell er fæddur 1985, 193cm á hæð og með ítalskt vegabréf. Hann spilaði með Umana Reyer Venezia á síðasta tímabili.
Hjá kvennaliðinu hefur Jacqueline Adamshick ákveðið að ganga til liðs við Keflavík og kemur hún til landsins eftir helgi. Adamshick er fædd 1983 og spilaði hún áður með Villanova háskólanum. Hún er 183cm á hæð, en hún spilaði hjá þýska liðinu Keltern á síðustu leiktíð.
Karla- og kvennalið Keflavíkur halda til Danmerkur í fyrramálið til að taka þátt í æfingamóti þar sem sterkustu lið Norðurlandanna munu etja kappi. Þar munu bæði lið tefla fram erlendu leikmönnum sínum.
Mynd: Valentino Maxwell á háskólaárum sínum í Texas þar sem hann stundaði nám og körfubolta með góðum árangri.