Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveir heimsmeistaratitlar og eitt heimsmet
Fimmtudagur 17. október 2024 kl. 12:57

Tveir heimsmeistaratitlar og eitt heimsmet

Kraftlyftingakonan Elsa Pálsdóttir heimsmeistari í búnaði 2024 og heimsmet í réttstöðu

„Ótrúlegt en satt, heimsmeistari á mínu fyrsta móti í búnaði,“ segir Elsa í færslu á Facebook eftir að hún varð heimsmeistari í kraftlyftingum í búnaði um helgina – og það í fyrstu tilraun.

Ferð Elsu til Suður-Afríku hefur verið sannkölluð frægðarför; tveir heimsmeistaratitlar, eitt heimsmet, tvö gull í hnébeygju, tvö silfur í bekkpressu og tvö gull í réttstöðu. Ekki slæmt hjá konu sem varð sextíu og fjögurra ára í byrjun þessarar viku en Elsa segist yngjast með hverju árinu.

„Það sem ég er þakklát fyrir að hafa heilsu til að stunda þetta áhugamál mitt og fá tækifæri til að ferðast um allan heim til að keppa við þær bestu á mínum aldri í sportinu. Ég er líka óendanlega þakklát þeim sem styðja mig með einum eða öðrum hætti og gera mér fært að taka þátt í þessu kraftlyftingaævintýri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú tekur við smá hvíld og svo undirbúningur fyrir EM í Frakklandi í febrúar,“ sagði Elsa að lokum í Facebook-færslu sinni.