Tveir Grindavíkurbræður leika í þýska körfuboltanum
Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson sem hefur verið einn af lykilmönnum Dominos-deildarliðs UMFG hefur samið við þýska liðið Dresden Tians og mun spila í Bundesligu 2 í Þýskalandi næsta vetur.
Ingvi er 21 árs en hann kom til Grindavíkur 2019 eftir að hafa verið hjá bandaríska háskólaliðinu St. Louis University.
Bróðir hans, Jón Axel sem ætlaði að reyna við nýliðaval í NBA samdi við þýska félagið Fraport Skyliners sem leikur í efstu deild í Þýskalandi. Jón Axel er líka liðtækur kylfingur og gerði sér lítið fyrir og lék Húsatóftavöll á 2 yfir pari í vikunni.
Jón Axel með móður sinni, Stefaníu á Húsatóftavelli eftir góðan golfhring.