Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tveir frá Suðurnesjum í úrvalsliðinu
Þriðjudagur 5. febrúar 2008 kl. 13:34

Tveir frá Suðurnesjum í úrvalsliðinu

Úrvalslið umferð 9-15 í Iceland Express deild karla í körfuknattleik var tilkynnt í dag þar sem þrír aðilar frá Suðurnesjum voru verðlaunaðir. Þeir Brenton Birmingham, Njarðvík, og Adama Darboe, Grindavík, voru í úrvalsliðinu og Kristinn Óskarsson var valinn besti dómari umferðanna en hann dæmir fyrir Keflavík.

 

Hlynur Bæringsson, Snæfell, var valinn besti leikmaðurinn og Ken Webb þjálfari Skallagríms var valinn besti þjálfarinn.

 

Úrvalsliðið var þannig skipað:

 

Darrell Flake, Skallagrím

Hlynur Bæringsson, Snæfell

Hreggviður Magnússon, ÍR

Brenton Birmingham, Njarðvík

Adama Darboe, Grindavík

 

VF-Mynd/ [email protected]Verðlaunahafarnir ásamt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ lengst til vinstri og Matthíasi Imsland framkvæmdastjóra Iceland Express.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024