Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tveggja milljóna hagnaður á Vatnsleysuströnd
Fimmtudagur 16. febrúar 2012 kl. 14:04

Tveggja milljóna hagnaður á Vatnsleysuströnd

Aðalfundur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar fór fram þann 6. febrúar síðastliðinn í golfskálanum á Kálfatjarnarvelli. Andrés Ágúst Guðmundsson var endurkjörin sem formaður klúbbsins og urðu litlar breytingar á stjórn milli ára. Haukur Hauksson baðst lausnar úr stjórn klúbbsins en að öðru leyti er stjórn klúbbsins óbreytt.

Reksturinn gekk vel hjá klúbbnum í ár og varð tveggja milljóna króna rekstrarhagnaður. Fjárhagsstaða klúbbsins er ágæt en skuldir klúbbsins nema um sjö milljónum króna. Alls voru skráðir 210 félagar í GVS á árinu 2011.

Til stendur að fara í byggingu á nýrri vélaskemmu í ár og sagði Andrés formaður á aðalfundinum að allt haldbært fé muni fara í þær framkvæmdir. Hér að neðan má sjá gjaldskrá klúbbsins fyrir árið 2012 sem var samþykkt á aðalfundinum.

Ákvörðun um gjaldskrá fyrir árið 2012:
1. Einstaklingar 17- 66 ára kr. 45.000
2. Einstaklingar 12 – 16 ára kr. 20.000
3. Hjón kr. 72.000
4. Hjón og sambúðarfólk 67 ára og eldri kr. 54.000
5. Einstaklingar 13-16 ára kr. 20.000
6. Börn yngri en 12 ára kr. 0
7. Einstaklingar 67 ára og eldri kr. 27.000
8. Sumarkort, félagar í öðrum klúbbum kr. 32.000
9. Börn 16 ára og yngri sem fylgja foreldri kr. 0


Stjórn GVS starfsársins 2012 er sem hér segir:
Formaður: Andrés Ágúst Guðmundsson
Varaformaður: Jón Ingi Baldvinsson
Gjaldkeri: Jón Páll Sigurjónsson
Ritari: Magnús Árnason
Formaður Vallarnefndar: Stefán Sveinsson
Formaður Forgjafarnefndar: Guðbjörn Ólafsson
Formaður Unglinganefndar: Davíð Hreinsson
Formaður Mótanefndar: Húbert Ágústsson
Varamaður 1: Jón Mar Guðmundsson
Varamaður 2: Þorvarður Bessi Einarsson
Varamaður 3: Hallberg Svavarsson


Kylfingur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024