Tveggja marka sigur Keflavíkur

Kvennalið Keflavíkur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu heldur áfram að gera það gott í deildinni en í gær mætti liðið ÍR á heimavelli og endaði leikurinn með 2-0 sigri Keflavíkur.

Ekkert mark kom í fyrri hálfleik en markareikningurinn opnaðist í seinni hálfleik.
Mörk Keflavíkur skoruðu þær Marín Rún Guðmundsdóttir (65) og Anita Lind Daníelsdóttir (85), Keflavík er á toppi Inkasso-deildarinnar og hefur liðið fjögurra stiga forskot á Fylki en Fylkir á leik til góða.

Þess má geta að Keflavík hefur skorað 32 mörk í deildinni í sumar og fengið á sig 6 í níu leikjum og Natasha Moraa Anasi er þriðja markahæst í deildinni með 7 mörk.