Tuttugu stiga sigur Grindavíkur
Grindavík tók á móti Hetti í Domino´s-deild karla í körfu í kvöld í Mustad höllinni og endaði leikurinn með tuttugu stiga sigri Grindavíkur 90-70.
Höttur situr á botni deildarinnar en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 55-39 fyrir Grindavík. Ingvi Þór Guðmundsson átti góðan leik í kvöld og skoraði hann 25 stig, átti 4 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Grindavík og Njarðvík eru jöfn með 16 stig eftir 18 umferðir og sitja liðin í 5 og 6. sæti deildarinnar.
Aðrir stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru J'Nathan Bullock með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 12 stig og 5 fráköst, Ólafur Ólafsson með 9 stig og 6 fráköst, Dagur Kár Jónsson með 9 stig og 7 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason með 6 stig og 4 fráköst og Jóhann Árni Ólafsson með 5 stig og 5 fráköst.