Tugmilljóna samningur við Golfklúbb Grindavíkur
Ólafur Ö. Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkur og Páll Erlingsson, formaður golfklúbbs Grindavíkur, skrifuðu í gær undir samning sem kveður m.a. á um að Grindavíkurbær muni leggja til 17 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til uppbyggingar á golfbrautum golfvallarins eða 51 milljón króna alls.
Er það mál manna að þessi samningur marki tímamót í sögu golfíþróttarinnar í Grindavík
Mynd/grindavik.is - Standandi ; Sigmar Eðvarðsson, Jóna K. Þorvaldsdóttir og Gunnar M Gunnarsson. Sitjandi: Ólafur Ö. Ólafsson og Páll Erlingsson.