Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tryggvi Guðmundsson genginn til liðs við Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðjudagur 21. júlí 2015 kl. 15:56

Tryggvi Guðmundsson genginn til liðs við Njarðvík

„Við höfum verið að leita okkur að styrkingu. Við höfum verið úti um allt að leita að einhverjum sem er með reynslu og getur styrkt okkur," sagði Guðmundur Steinarsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í knattspyrnu við vefsíðuna Fótbolti.net. Það var staðfest í dag að markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson hafi ákveðið að söðla um og leika með Njarðvíkingum það sem eftir lifir sumars í 2. deildinni.

Markaþurrð hefur hrjáð leik Njarðvíkurliðsins í sumar og vonast stjórn liðsins til að koma Tryggva muni styrkja liðið. Mun Tryggvi að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik með Njarðvíkurliðinu nk. laugardag. Tryggvi er markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar en hann hefur undanfarin tvö tímabil spilað með KFS. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsti leikur Tryggva með Njarðvík verður einmtt á Dalvík á laugardag. Þar mætast tvö neðstu liðin í 2. deildinni í augnablikinu en Njarðvík er í fallsæti á markatölu. 

Frétt Fótbolta.net um málið