Trommusveitin: Fjölmennum í Kópavog!
Pumasveitin, stuðningsmannasveit Keflavíkur í fótboltanum, vildi koma þeim skilaboðum áleiðis til áhangenda liðsins að fjölmenna á útileikinn gegn HK í Kópavogi í kvöld.
Heimaliðið hefur staðið fyrir mikilli herferð til að drífa sitt lið á völlinn og segja trommusveitarmenn í tilkynningu á heimasíðu sinni:
„HK menn ætla víst að fjölmenna grimmt á völlinn í kvöld, einhver HK dagur sem var í gangi í gær og það verður hellingur af liði á vellinum í kvöld, þannig að við þurfum að fjölmenna úr Keflavík í kvöld og styðja rækilega við bakið á okkar mönnum..!“
Leikurinn hefst kl. 19.15 á Kópavogsvelli.