Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tröllasigur í Njarðvík
Fimmtudagur 29. júní 2006 kl. 13:31

Tröllasigur í Njarðvík

Njarðvíkingar gjörburstuðu Sindra 10-0 á Njarðvíkurvelli í gærkvöldi og var Aron Smárason með þrennu í leiknum. Njarðvíkingar eru komnir á topp 2. deildar með 17 stig eftir 7 leiki í deildinni.

 

Snorri Már Jónsson, fyrirliði Njarðvíkinga, opnaði markareikning liðsins með marki á 11. mínútu og eftir það rigndi mörkunum inn. Aron Smárason gerði þrjú mörk, Kristinn Örn Agnarsson gerði tvö mörk, Gunnar Sveinsson, Bjarni Sæmundsson, Marteinn Guðjónsson og Magnús Ólafsson gerðu allir eitt mark í leiknum.

 

Njarðvíkingar klúðruðu meira að segja vítaspyrnu í leiknum og að frátöldum mörkunum í leiknum þá áttu þeir grænu nánast óteljandi marktækifæri og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri.

 

Staðan í deildinni

 

VF-mynd/ http://fotboltinn.umfn.is// - Aron Smárason sækir að boltanum gegn Sindra í gær

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024