Treyja Hemma boðin upp á herrakvöldi Reynis
Herrakvöld knattspyrnudeildar Reynis verður haldið í samkomuhúsinu í Sandgerði laugardaginn 12.apríl.
Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst klukkutíma síðar
· Stórglæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Gunna Óskars
· Ræðumaður kvöldsins er Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður
· Gísli Einarsson skemmtir
· Veislustjóri er fyrrum fyndnasti maður Íslands, Sveinn Waage
· Glæsilegt búninga- og málverkauppboð sem meðal annars inniheldur áritaða Portsmouth treyju frá Hemma Hreiðars og glæsilegt málverk frá Tolla
· Veglegt happadrætti – meðal vinninga eru ferðavinningar frá Icelandair og IcelandExpress
Miðaverð aðeins 4000kr.-
Miðapantanir eru hafnar hjá Kristjáni í síma 899-9580 og Sigurpáli í síma 865-1420