Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 20. nóvember 2002 kl. 09:53

Toyota sigraði á síðasta firmamóti Bridgefélagsins Muninn

Fimmtudaginn 14.nóvember var spilað fjórða og síðasta kvöld í firmakeppni Bridgefélagsins Muninns í Sandgerði, en spilað var með hraðsveitarfyrirkomulagi, þ.e. allar við allar á hverju kvöldi. Toyota sigraði en þeir voru með samtals 505 stig sem var 37 stigum meira en næsta sveit sem var Hekla.

Úrslit urðu eftirfarandi:
Í fyrsta sæti var sveit Toyota með 505 stig
Í öðru sæti var sveit Heklu með 468 stig
Í þriðja sæti var sveit VÍS með 447 stig

Heildarstaðan er því:
Í fyrsta sæti var sveit Sjóvá-Almennar með 1919 stig
Í öðru sæti er sveit Stuðlabergs með 1875 stig Í sveitinni spiluðu:
Í þriðja sæti er sveit Toyotu með 1810 stig

Stjórn Munis vill þakka eftirtöldum fyrirtækjum stuðninginn:
Sjóvá-Almennar
Íslandsbanki
Tryggingamiðstöðin
Húsasmiðjan
Toyota
Olís
Hekla
VÍS
Stuðlaberg

Fimmtudaginn 22.nóv. kl. 19:30, verður byrjað á þriggja kvölda tvímenningi. Spilað er á Mánagrund (við hesthúsin, milli Garðs, Sandgerðis og Keflavíkur), í félagsheimili bridgfélaga á Suðurnesjum og hestamanna.

Það er alltaf heitt kaffi á könnunni og eru allir hvattir til að mæta, bridsspilarar sem aðrir áhugamenn og áhorfendur.

F.h. Bridgefélagsins Muninns
Stjórnin
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024