Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tóti og Hörður til Suður-Kóreu
Þriðjudagur 30. nóvember 2004 kl. 12:25

Tóti og Hörður til Suður-Kóreu

Knattspyrnumennirnir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson frá Keflavík héldu í dag utan til Suður-Kóreu þar sem þeir verða við æfingar hjá liðinu Busan Icons í vikutíma. Leikmennirnir voru meðal burðarása Keflavíkurliðsins sem vann Bikarmeistaratitilinn í sumar og vöktu athygli forráðamanna félagsins.

Busan er eitt af stærstu félögunum þar í landi og er fjórfaldur meistari og sigraði í Meistaradeild Asíu 1987.
Þjálfari liðsins er Ian Porterfield, sem var m.a. knattspyrnustjóri Chelsea og Aberdeen.
Mynd: Þórarinn fagnar marki í Landsbankadeildinni í sumar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024