Tóti með þrennu gegn Aftureldingu
				
				Keflvíkingar tóku lið Aftureldingar í nefið í deildarbikarnum í gær, 6-0 en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni. Þórarinn Kristjánsson skoraði þrennu í leiknum, Magnús Þorsteinsson skoraði tvö mörk og Hafsteinn Rúnarsson eitt.Reynir og Víður léku einnig í gær. Reynir vann Árborg 3-2 og Víðir gerði markalaust jafntefli við ÍR.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				