Tóti í víking til Noregs
Þórarinn Kristjánsson, markahrókur Keflavíkurliðsins í knattspyrnu, hélt í morgun út til æfing hjá norska 1. deildar liðinu Bryne.
Þrátt fyrir að liðið sé ekki í efstu deild er klúbburinn engu að síður fjárhagslega sterkur og aðstaðan mjög góð.
Þórarinn sagðist í samtali við Víkurfréttir að hann væri spenntur fyrir að spreyta sig í Noregi en hann væri þó að fara út aftur eftir áramót. „Það er kannski ekki minn fyrsti kostur að spila í neðri deild í Noregi en ég er t.d. að fara til Aberdeen í Skotlandi eftir áramót og það væri enn betra tækifæri og eins var líka frábært að vera í Suður Kóreu.“
Þórarinn sagði að lokum að hann væri 99% viss um að fara út í atvinnumennsku í janúar, en ef það gengi ekki upp myndi hann spila með Keflavík næsta sumar.
Þrátt fyrir að liðið sé ekki í efstu deild er klúbburinn engu að síður fjárhagslega sterkur og aðstaðan mjög góð.
Þórarinn sagðist í samtali við Víkurfréttir að hann væri spenntur fyrir að spreyta sig í Noregi en hann væri þó að fara út aftur eftir áramót. „Það er kannski ekki minn fyrsti kostur að spila í neðri deild í Noregi en ég er t.d. að fara til Aberdeen í Skotlandi eftir áramót og það væri enn betra tækifæri og eins var líka frábært að vera í Suður Kóreu.“
Þórarinn sagði að lokum að hann væri 99% viss um að fara út í atvinnumennsku í janúar, en ef það gengi ekki upp myndi hann spila með Keflavík næsta sumar.