Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Töpuðu naumlega í úrslitaleik
Mánudagur 5. september 2005 kl. 15:28

Töpuðu naumlega í úrslitaleik

Nýbakaðir Suðurnesja og Faxaflóameistarar GRV í 3. flokki kvenna máttu játa sig sigraða í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þær töpuðu 2-1 gegn Breiðabliki á ÍR velli eftir að hafa lagt Keflavík í undanúrslitum.

Blikar komust yfir í fyrri hálfleik og bætu svo við öðru markinu strax í upphafi þess seinni. Eftir það pressuðu GRV stúlkur mikið og minnkuðu muninn með marki frá Guðbjörgu Evu Guðjónsdóttur, en þrátt fyrir að liggja í sókn síðustu mínúturnar tókst þeim ekki að koma boltanum í netið.

Þrátt fyrir það hlýtur silfrið að teljast frábær árangur og naumt tap gegn sterkasta liði landsins er ekkert til að skammast sín fyrir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024