Töpuðu í framlengdum leik
Logi Gunnarsson og félagar hans í Bayreuth töpuðu gegn Ratiopharm Ulm 95 – 105 í framlengdum leik s.l. föstudag í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik.
Bayreuth var undir 11 stigum þegar liðið var á 4. leikhluta en tók á sig rögg og komst í bílstjórasætið og voru með unninn leik þegar topplið Ulm jafnaði metin á ævintýralegan hátt og framlengja þurfti leikinn. Ulm voru svo sterkari aðilinn í framlengingu og höfðu sigur 95 – 105.
Logi gerði 9 stig í leiknum á tæpum 36 mínútum og tók 2 fráköst. Bayretuth er í 6. sæti deildarinnar með 15 sigurleiki og 11 töp en Ulm hefur þegar unnið deildina með 25 sigra og aðeins eitt tap og leika því í úrvalsdeildinni að ári.
Bayreuth var undir 11 stigum þegar liðið var á 4. leikhluta en tók á sig rögg og komst í bílstjórasætið og voru með unninn leik þegar topplið Ulm jafnaði metin á ævintýralegan hátt og framlengja þurfti leikinn. Ulm voru svo sterkari aðilinn í framlengingu og höfðu sigur 95 – 105.
Logi gerði 9 stig í leiknum á tæpum 36 mínútum og tók 2 fráköst. Bayretuth er í 6. sæti deildarinnar með 15 sigurleiki og 11 töp en Ulm hefur þegar unnið deildina með 25 sigra og aðeins eitt tap og leika því í úrvalsdeildinni að ári.