Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Íþróttir

Toppslagur í Vesturbænum
Miðvikudagur 12. desember 2007 kl. 09:24

Toppslagur í Vesturbænum

Topplið Keflavíkur og KR mætast í DHL-Höllinni kl. 20:00 í Iceland Expess deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Með sigri í kvöld geta nýliðarnir velt Keflavík úr toppsætinu en hafi Keflavík sigur í leiknum eiga þær kost á því að vera einar á toppi deilarinnar yfir jólahátíðina.

 

KR hefur komið verulega á óvart í deildinni í vetur og hefur liðið unnið átta leiki af tíu í deildinni það sem af er leiktíðinni. Keflavík hefur einnig leikið tíu deildarleiki, unnið níu og tapað aðeins einum. Ósigurinn kom í Grindavík eftir framlengdan spennuleik.

 

Grindvíkingar mæta margföldum meisturum Hauka að Ásvöllum í kvöld kl. 19:15 og með sigri getur Grindavík jafnað Hauka að stigum. Þá mætast Hamar og Valur í Hveragerði kl. 19:15.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ [email protected] - Ingibjörg Elva verður í baráttunni með Keflavík gegn nýliðum KR í kvöld.

Bílakjarninn
Bílakjarninn