Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:34
TOPPSLAGUR Í KVÖLD
Kvennalið Keflavíkur gerir í kvöld strandhögg hjá Reykjavíkurveldinu KR og ætla stúlkurnar sér ekkert annað en að sækja tvö stig í nýtt íþróttahús KR.Um algjöran toppslag er að ræða því þessi lið eru í algjörum sérflokki, KR meistari síðasta árs en Keflvíkingar verma efsta sætið í dag.