Toppslagur í kvennaboltanum
Grannarnir mætast í Njarðvík
Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkinga í kvennakörfubolta taka á móti erkifjendum sínum úr Keflavík í kvöld klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni.
Keflvíkingar hafa byrjað afskaplega vel í Dominos-deildinni og unnið alla þrjá leiki sína nokkuð örugglega og eru á toppnum. Njarðvíkingar hafa unnið tvo leiki og unnu m.a. góðan útisigur í Grindavík í síðustu umferð.
Það verður því áhugaverður leikur sem fer fram í Njarðvík í kvöld en Grindvíkingar leika á útivell gegn Snæfellingum að þessu sinni.