Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Toppslagur í Keflavík í kvöld
Miðvikudagur 28. janúar 2015 kl. 11:33

Toppslagur í Keflavík í kvöld

Keflvíkingar eina liðið sem hefur sigrað Snæfell

Tvö efstu lið Domino's deildar kvenna í körfubolta eigast við í kvöld í TM-höllinni í Keflavík. Þar er um að ræða heimakonur í Keflavík, sem eru í öðru sæti deildarinnar, og topplið Snæfells. Fjórum stigum munar á liðinum nú þegar ellefu umferðir eru eftir af deildarkeppni.

Þegar liðin áttust fyrst við síðasta haust, þá unnu Keflvíkingar öruggan 15 stiga sigur í Hólminum. Eftir að bæði lið höfðu unnið fyrstu níu af tíu deildarleikjum, sóttu Snæfellskonur sigur í TM-höllinni í byrjun desember. Þar unnu gestirnir fimm stiga sigur í spennandi leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar eru á fjögurra leikja sigurgöngu á meðan Snæfellingar hafa ekki tapað síðan 18. október, einmitt gegn Keflvíkingum. Liðið hefur því unnið 13 leiki í röð.  Það verður vafalaust hart barist í  Keflavík í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:15 og er m.a. í beinni á Sport TV.

Heil umferð er í deildinni og taka Grindvíkingar á móti KR í Röstinni á sama tíma.