Toppslagur í Keflavík
Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna
Toppsætið í Domino's deild kvenna í körfubolta er í húfi í kvöld þegar Keflvíkingar taka á móti Snæfellingum í TM-höllinni. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum með 18 stig og hafa bæði aðeins tapað einum leik í vetur.
Keflvíkingar hafa unnið átta leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð. Grindvíkingar taka svo á móti KR á heimavelli sínum en heil umferð fer fram í kvöld.
Keflvíkingar hafa unnið átta leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð. Grindvíkingar taka svo á móti KR á heimavelli sínum en heil umferð fer fram í kvöld.