Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Toppliðið vann í Garðinum
Fyrirliði Víðismanna, Aaron Robert Spear, átti fyrirgjöf sem gaf mark en var svo dæmt af vegna rangstöðu. VF-mynd: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 13. júní 2021 kl. 10:21

Toppliðið vann í Garðinum

Víðismenn tóku á móti toppliði þriðju deildar karla í knattspyrnu, Höttur/Huginn, á Nesfisk-vellinum í gær. Leiknum lyktaði með sigri gestanna sem skoruðu tvö mörk þegar stutt var til leiksloka.

Það voru gestirnir sem voru meira með boltann en Víðismenn ógnuðu með hröðum sóknum. Fyrri hálfleikur var frekar jafn og ekkert mark var skorað.

Í seinni hálfleik fengu Víðismenn nokkur ágætis færi en náðu ekki að nýta þau. Reyndar skoruðu þeir eitt mark en það var dæmt af vegna rangstöðu. Höttur/Huginn refsaði svo með tveimur mörkum í lokin (79' og 89').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðir situr í sjöunda sæti deildarinnar eftir sex umferðir með átta stig.

Þröstur Ingi Smárason, markvörður Víðis, gat lítið gert við fyrra marki gestanna.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leiknum og tók myndir sem má sjá í meðfylgjandi myndasafni neðst á síðunni.

Víðir - Höttur/Huginn (0:2) | 3. deild karla 12. júní 2021